Friday, February 27, 2009

BOOYAKASHA

Jæja þá................

Þá er bara um að gera að vinda sér í færslu nr.2 þar sem þetta er svo yndislega gaman og æðisgengið, en umfram allt FRÁBÆR skemmtun!.......

Erum búnir að gera margt skemmtilegt sl.daga og elskum köben meira og meira með hverjum deginum sem líður!
Erum búnr að vera að þræða allskyns vinnustofnanir og labba kbh þvera og endilanga dag eftir dag þannig að erum farnir að rata nokkurnveginn um suður og vesturhlutann (beisiks samt bara).

Í gær rákumst við á hann Sindra nokkurn Birgisson þar sem hann var að klára síðasta daginn sinn hjá FONA, mjög gaman að hitta hann.
Komum inn og heyrðum kunnulega íslenska tóna í spilun í versluninni (hjaltalín eða skakkamannage, man ekki hvort), þannig maður var nú viss um að maður myndi rekast á e-h íslending, en þá var það bara Sindri litli.
En eftir það fórum við og borðuðum (allvöru shawarma og falafel, 5*).
Kíktum svo á sportbarinn við lestarstöðina og horfðum á man.city vs fc'köbenhavn og álaborg vs deportivo og lætin á staðnum voru gríðarleg og stemningin þvílík!

Eftir það kíktum við á hana Dóru vinkonu okkar á Jolenebar við kjötbæinn og hittum nokkra góða þar, ætluðum reyndar að ná tónleikum sem voru þar en rétt misstum af þeim=/
En skífuþeytirinn var allllveg meðetta og bleisaði gamla smelli trekk í trekk þannig við vorum mjög svo sáttir:)
Í morgun vöknuðum við svo við að nýjir gæjar voru að koma á gistiheimilið (mjög svo spes gæjar með tilheyrandi látum).
Þetta voru allvöru Trukkabílstjórar frá íslandi (bestir og mestir :p ) og röbbuðum við svolítið við þá og voru þeir svo elskulegir að spara okkur ómakið að lestast þannig þeir skutluðu okkur bara niður að Ráðhústorginu, mjög svo ágætir þeir menn.
En annars erum við bara eins og ég kom inná hér fyrr í færslunni búnir að labba og labba og lestast á milli í dag og ætlum við að taka pöbbana út í kvöld og kannski á morgun líka (tónleika moske líka) þannig að þessi helgi á eftir að vera ljúf.

En ég gef því allveg einkunn ef ég blogga e-ð á næstunni, þannig að ég býst við að múgurinn sem bíður eflaust óþreyjufullur eftir updeiti á okkur strákunum verði að láta sér þetta nægja um ókomna tíma.

Lög sl. daga hjá mér (eInn dAnz við mig - herMann noKkur gUnnarson, sPeakinG in toNgues - E.O.D.M, w0mEn - w0OlfmoTher ((mstkrFt miX)) og síðast en ekki síst jE veuX te voIr - yElle),

LEITER

kv. d0n-maZter tjalli-danski

Thursday, February 26, 2009

Stutt færsla frá DK

Hæ og Hó.

Langaði bara að búa til blogg til að öllum þeim sem finnst ég frábær og æðisgenginn geti fylgst smá með hvað drífur á daga mína/okkar hér í Köben. Stiklað verður á stóru í þessari fyrstu færslu þar sem ekkert merkilegt hefur gerst eftir að við komum hingað (nema jú, Arsenal náðu LOKSINS að drattast til að vinna leik), en annars voða lítið.

Stiklur....

Skráðum okkur inn á ágætis gistiheimili (Gistiheimili Halldóru) þegar við komum, rúmin eru awsome!.......
Erum búnir að ganga um og yfir 80km hlýtur bara að vera og Ingi vælir við hvert fótskref....
Lestar eru ekki skemmtilegar eftir 3daga, þar sem við erum byrjaðir á lestarkorti Nr.2.....
Fórum á Jolene bar í gær og hlustuðum á andRa-cap0nE bróðir þeyta Happy Mondays skífum í bland við kIss, b0bby D, eagLes og aðra fræga.....
Erum búnir að hanga mikið á Irish-Rover pöbbnum fræga, í mjög svo alþjóðlegri stemningu sökum Meistaradeildar áhorfs!......
Röbbuðum við leiðann, ölvaðann lífefnafræðing frá Actavis, hann var fínn.....
Búnir að sitja löngum stundum hér á Köbenhavn hovedBibliotek í leit að vinnu og húsnæði, ekki það skemmtilegasta.....
Vaaaá hvað ég á eftir að vera ó-aktívur við að blogga, þetta er tryllslega leiðinlegt!.....

En lög ferðarinnar til þessa hjá okkur Íslendingunum eru: Mamma beiglar alltaf munninn (og síðann búum við til rest, mjög mikið fjör ) og ...þú varst alltaf best í dönsku, þú fylltir hinar stelpurnar vonsku.... (classic)

Blessbless,
kv, d0n-maZter tjalli-danski